18.09.1919
Neðri deild: 67. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1345 í B-deild Alþingistíðinda. (1098)

26. mál, laun embættismanna

Þorleifur Jónsson:

Jeg hefi leyft mjer að bera fram brtt. á þgskj. 855. út af því, að hv. Ed. færði Hornafjarðarlæknishjerað í annan launaflokk. Það hafði verið samþykt hjer í deildinni, að Hornafjörður skyldi vera í hæsta launaflokki, svo að jeg veit ekki, á hverju hv. Ed. hefir bygt það, að rifta þessu aftur.

Jeg held, að það sje í raun og veru alveg rangt, ef menn þekkja til að setja Hornafjarðarhjerað í lægri launaflokk en ýms hjeruð, sem eru í hæsta launaflokki. Skal jeg nefna til dæmis tvö hjeruð. Hólmavíkurhjerað og Bíldudalshjerað. Býst jeg við, að þessi tvö hjeruð sjeu að mörgu leyti betri læknishjeruð og aðgengilegri bæði vegna hægðar og meiri íbúatölu en Hornafjarðarhjerað. Jeg held því, að þetta stafi af ókunnugleika, að háttv. Ed. heldur, að þetta sje gott hjerað. En þeir, sem til þekkja vita, að hjeraðið er erfitt. Það er löng strandlengja, margra daga ferð með miklum torfærum, þar sem stór vötn falla um hjeraðið. Auk þess er hjeraðið strjálbygt og því litlar aukatekjur. Samgöngur á þessum landshluta eru og mjög örðugar, eins og kunnugt er, og býst jeg því ekki við, að hjerað þetta muni þykja eftirsóknarverðara en ýms hjeruð í hæsta launaflokki, nema síður sje.

Vænti jeg því, að hv. deild hjálpi mjer til að færa þetta aftur í samt lag sem það var í er það fór frá þessari hv. deild. Þarf jeg ekki að eyða fleiri orðum, en vænti, að hv. deild sýni fulla sanngirni í þessu efni.