18.09.1919
Neðri deild: 67. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1355 í B-deild Alþingistíðinda. (1106)

26. mál, laun embættismanna

Sigurður Stefánsson:

Fyrir hönd prestanna þakka jeg hv. 2. þm. S.-M. (B. St.) fyrir, hvað hann mælti fagurlega í þeirra garð. Jeg held, að fáir hafi sýnt betur nauðsyn þeirra en hann, og fáir varið þá betur gegn óverðskulduðum lastmælum. En af öllu þessu hefir hv. þm. (B. St.) dregið þá ályktun, að með enga starfsmenn ríkisins skuli farið jafnilla og einmitt prestana.