18.09.1919
Neðri deild: 67. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1356 í B-deild Alþingistíðinda. (1108)

26. mál, laun embættismanna

Björn R. Stefánsson:

Ályktun háttv. þm. N.-Ísf. (S. St.) stóð ekki í rjettu hlutfalli við vitsmuni þá, sem honum eru eignaðir. Jeg færði rök fyrir máli mínu, benti á að prestar hefðu óbundnari hendur og gæta frekar en flestir aðrir embættismenn getið sig að öðru en embætti sínu, og ættu því ekki að hafa jafnhá laun og aðrir starfsmenn ríkisins. Þeir geta verið jafnþarfir fyrir því.