28.08.1919
Efri deild: 42. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1809 í B-deild Alþingistíðinda. (1729)

107. mál, ákvörðun verslunarlóðarinnar í Hafnarfjarðarkaupstað

Frsm. (Kristinn Daníelsson):

Mál þetta hefir tafist nokkuð vegna þess, að nefndina hefir vantað uppdrátt yfir takmörk verslunarlóðarinnar í Hafnarfirði. En þegar bæjarstjórn Hafnarfjarðar svo sendi uppdráttinn, fylgdi með ósk um lítils háttar breyting frá fyrirmælum frv., og fjelst nefndin alveg á það. Uppdrátturinn liggur frammi í lestarstofunni hverjum til afnota, sem vill glöggva sig betur á málinu. Vil jeg svo mælast til, að hv. deild samþykki frv. með þeim breytingum, sem nefndin hefir gert á því.