30.08.1919
Efri deild: 44. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1894 í B-deild Alþingistíðinda. (1898)

98. mál, akfærir sýslu- og hreppavegir

Guðmundur Ólafsson:

Vegna þess, að jeg stakk upp á dálítilli breytingu um daginn, að því er snertir vegagjald, vil jeg ekki láta málið fara svo fram hjá mjer nú, að jeg þegi um það. Að vísu er það ekki til þess að halda til streitu þeirri breytingu, því það mun þýðingarlaust, þegar svo fjölmenn nefnd, sem hjer um ræðir, hefir ekki litið hana í náð sinni. En það mun vera af því einu, að till. var of rjettlát, að hennar dómi.