18.09.1919
Efri deild: 59. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2009 í B-deild Alþingistíðinda. (2115)

115. mál, hafnargerð í Ólafsvík

Frsm. (Karl Einarsson):

Jeg skal að eins geta þess, að frv. hefir tekið örlitlum breytingum í hv. Nd., þar sem aftan við 2. gr. þess hefir verið bætt nýrri málsgrein, svo hljóðandi: „Tillagið úr landssjóði og ábyrgð landssjóðs er bundið því skilyrði, að yfirumsjón með verkinu og reikningshaldi sje falin manni, sem stjórnarráðið samþykkir.“ Sjávarútvegsnefnd telur breytingu þessa til bóta, og leggur því til, að frv. verði samþykt óbreytt.