08.07.1919
Neðri deild: 5. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 588 í B-deild Alþingistíðinda. (239)

19. mál, vörutollur

Bjarni Jónsson:

Jeg heyrði hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) geta þess, að stjórnin hefði í athugasemdum sínum lagt til, að þessi tekjulög haldist óbreytt. Jeg skal ekki rengja hana um, að hún vilji ógjarnan láta tekjurnar lækka, og býst við, að hún vilji fremur hækka þær.

Jeg þykist því ekki vera meinsmaður hæstv. stjórnar, þótt jeg lasti þennan toll, sem er þungatollur, og jafnhár af hveitisekknum er hann nú kostar 70 kr., og hann var þegar sekkurinn kostaði 10 kr., þegar landssjóður samtímis verður að gjalda 4 kr. fyrir eina. Hygg jeg því, að það sje sýnt, að rjett hafi það verið sem jeg og fleiri vildum, að svo kallaður verðtollur væri tekinn upp í staðinn.

Jeg vona því, að sú nefnd, er mál þetta fær til meðferðar, breyti því í rjett horf, og láti nú ekki framvegis vera sama innflutningstoll af einu pundi