26.09.1919
Efri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2465 í B-deild Alþingistíðinda. (2722)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg hefi látið þess getið, að eins og till. væri orðin, væri stjórninni ekki annað tiltækilegt en að leita fyrir um samningatilboð. Það er ekki hægt að búast við því, að nokkur stjórn fari lengra en að leita samninga og leggja þær umleitanir fyrir þingið. Þetta myndi stjórnin telja sjer skylt að gera, hvor leiðin sem valin verður, till. eða hin rökstudda dagskrá.