26.09.1919
Efri deild: 67. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2499 í B-deild Alþingistíðinda. (2765)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Guðmundur Ólafsson:

Jeg vil bera af mjer, að jeg hafi misskilið orð hv. frsm. (K. E.). Hann sagði það beint, að afrjettir, sem væru eign einstakra jarða, væru undanþegnar þessu, en eftir ummælunum leit svo út, sem það næði ekki til afrjettar, ef búið væri að selja hana undan jörð þeirri, sem hún áður heyrði til.

Eftir skýringu hv. frsm. (K. E.) minkar enn þýðing till.; nú er hún „orðin einber og innantóm“, þýðingarlaus með öllu.