27.09.1919
Sameinað þing: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2521 í B-deild Alþingistíðinda. (2836)

Starfslok deilda

forseti:

Jeg ætla ekki að leggja dóm á gerðir þessa þings — til þess munu nógu margir aðrir verða — og sagan mun kveða upp rjettlátan dóm um þær á sínum tíma. — Þingrof og nýjar kosningar standa fyrir dyrum, og vil jeg láta í ljós þá ósk og von, að þjóðinni megi lánast að kjósa þá fulltrúa á þing, er geti unnið saman í bróðerni að því að efla hagsæld og framfarir þjóðarinnar á ókomnum tíma, bæði í andlegu og efnalegu tilliti, og auka álit hennar og traust meðal annara siðmenningarþjóða.