04.08.1919
Neðri deild: 24. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 642 í B-deild Alþingistíðinda. (339)

33. mál, tollalög

Frsm. (Einar Árnason):

Út af ummælum hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.), þar sem hann sagði, að jeg hefði farið með ósæmilegar getsakir í garð Ed., vil jeg taka það fram að þetta er ósæmileg rangfærsla á orðum mínum. Jeg hefi aldrei sagt, að Ed. myndi fella frv. Hitt ljet jeg uppi, að hún ef til vill gerði þær breytingar á því er þessari hv. deild þættu óaðgengilegar, og þó að hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) vildi gefa í skyn að Ed. hefði engan tillögurjett í þessu máli þá býst jeg ekki við, að hún fari að því. Jeg vísa því frá mjer ummælum hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) sem annari markleysu.