31.07.1919
Neðri deild: 22. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1157 í C-deild Alþingistíðinda. (3742)

100. mál, sala á nokkrum hluta heimalands Auðkúlu

Flm. (Þórarinn Jónsson):

Það má vel vera, að rjettast hefði verið að bera málið fyrst undir kirkjustjórnina, eins og hæstv. forsætisráðherra (J. M.) hjelt fram að gera hefði átt. En mjer er ókunnugt um, hvort það hefir verið gert.

Jeg benti á, að málinu væri vísað til landbúnaðarnefndar; mjer fanst það tilhlýðilegast, því að hjer er um landbúnaðarmál að ræða, og það liggur beint við að taka það til athugunar, hvort heppilegt muni eða ekki að búta jarðir í sundur, og því verður þó ekki neitað, að það er fyrst og fremst landbúnaðarmál.