27.08.1919
Neðri deild: 46. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í C-deild Alþingistíðinda. (3792)

133. mál, lestagjald af skipum

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Mjer gleymdist í fyrri ræðu minni að svara hv. 2. þm. S.-M. (B. St.) viðvíkjandi þeirri aðdróttun hans til nefndarinnar, að hún hefði ekki viljað líta við 80 þús. kr. tekjuauka þeim, sem hann bar fram fyrir nokkru. Jeg vil nú gera hv. þm. (B. St.) það kunnugt, að till. um þennan skatt er orðin að lögum. (B. St.: Þetta er misskilningur). Nei, það er enginn misskilningur, því þessi till. var tekin upp í hv. Ed., samþykt þar, og síðan hjer. (S. St.. Það var till. um skatt á sveskjum og rúsínum, er hv. 2. þm. S.-M. (B. St.) átti við). Nú, voru það till. hans um sveskjurnar og rúsínurnar?

Þá talaði hv. 2. þm. S.-M. (B. St.) um, að þetta kæmi of hart niður á smáskipum. Það má vel vera, og gæti hann gjarnan leitað samkomulags við nefndina um að færa upp hámarkið á smálestatölunni; get jeg fyrir mitt leyti sagt honum, að jeg er fús að ræða það mál við hann.

Það tel jeg ekki rjett af hv. þm. (B. St.) að fara að ræða um vitagjald í þessu sambandi, því það geta menn ekki skoðað sem skatt, heldur borgun fyrir vitanotkun.

Jeg vona, að háttv. þm. (B. St.) vilji lofa þessu máli að ganga til 3. umr. Getur hann á þeim tíma leitað samkomulags við nefndina.