06.08.1919
Neðri deild: 26. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1313 í C-deild Alþingistíðinda. (3934)

78. mál, rekstur sýslumannsembættisins í Árnessýslu

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vil að eins lýsa því yfir, að það er langt frá, að jeg hafi nokkuð um það heyrt, að Guðmundur Eggerz hafi fengist við nokkrar óheiðarlegar forretningar. Tel jeg slíkt hreinan og beinan róg af háttv, þm. V.-Sk. (G. Sv.) Hitt er mjer kunnugt, að laun embættismanna eru nú svo lítil, að til þess að geta lifað þurfa þeir að hafa eitthvað utan hjá embætti sínu, sem gefur þeim tekjur, og er það ekkert eindæmi um þennan mann.

Þá drap háttv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) á, að jeg hefði útvegað þessum manni ýms fríðindi. Það geta allir sjeð, hversu mikil fríðindi jeg hefi útvegað honum með því, að hann var settur í fossanefndina, því til þess að geta starfað þar varð hann að fara burt úr sínu embætti og lifa á þeim launum einum, sem fossanefndarmennirnir hafa haft.