07.07.1919
Efri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 790 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

28. mál, hæstiréttur

0477Eggert Pálsson:

Mjer virðist vera náið samband milli frv. um hæstarjett og stjórnarskrárfrumvarpsins. Bæði eru fram komin vegna sambandslaganna. Það færi því vel á því, ef nefnd verður kosin til að íhuga stjórnarskrármálið, að þessu frv. væri þá vísað til sömu nefndar. En þá nefnd er ekki mögulegt að kjósa nú þegar. Jeg tel því heppilegt, að málið væri nú tekið út af dagskrá, en tekið svo aftur inn á fund við hentugleika og þá vísað til stjórnarskrárnefndar. Allsherjarnefnd hefir afarmiklum störfum að gegna, og virðist ástæða til að ljetta á henni, eftir því sem hægt er. Jeg geri það því að tillögu minni, að málið verði tekið af dagskrá.