15.08.1919
Neðri deild: 36. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 942 í B-deild Alþingistíðinda. (687)

4. mál, landsreikningar 1916 og 1917

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Yfirskoðunarmenn landsreikninganna hafa ekki gert neinar þær athugasemdir við landsreikninginn 1916–1917, sem leiða af sjer breytingu á niðurstöðu hans. Nefndin hefir því ekki haft annað að gera en að bera frv. saman við landsreikninginn 1916–1917, og hún hefir ekki orðið annars vör en að frv. sje rjett eftir þeim reikningi. Ræður nefndin því hv. deild til að samþykkja frv. þetta óbreytt.

Um ástæðurnar fyrir afstöðu nefndarinnar til hinna einstöku atriða, sem nefnd eru í nefndarálitinu, þykir mjer rjettast að geymt sje að tala, þangað til 6. mál á dagskránni, tillögur út af athugasemdum yfirskoðunarmanna landsreikninganna, kemur til umræðu.