26.02.1920
Efri deild: 12. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 206 í B-deild Alþingistíðinda. (330)

13. mál, eftirlit með útlendingum

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Allsherjarnefnd hefir athugað frv. og telur rjett að setja lög um það efni, er hjer er um að ræða. Nefndin fann lítið sem ekkert athugavert við frv. á þeim stutta tíma, sem hún mátti hafa það til athugunar. Að vísu væri það viðfeldnara, að 9. gr. væri skift í tvær greinar, en nefndinni fanst það svo smávægilegt, að henni fanst ekki taka því að koma með brtt. Jeg legg því til, að hv. deild samþykki frv. eins og það er.