27.02.1920
Efri deild: 14. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í C-deild Alþingistíðinda. (900)

41. mál, Íslensk peningaslátta

Sigurður Eggerz:

Eins og jeg tók fram áðan, má vera, að það sje fleira en eitt, sem ræður gengi mynta, en sjálfsagt hefir mismunurinn milli innflutnings og útflutnings mikið að segja og ekki óeðlilegt, að hann hefði mest að segja.

Hv. 2. þm. G.-K. (B. K.) sagði, að myntin skapaði ekki gengið, og er það rjett. En meðan við höfum sömu mynt og Danmörk verður gengi hennar hið sama hjer og þar. Og þær sjerstöku ástæður, sem hjer eru fyrir hendi, geta á meðan ekki breytt gengi krónunnar hjer, eða verið eingöngu ráðandi um gengi hennar.

Jeg skal ekki lengja umr. um þetta mál. Mjer finst ekkert athugavert við að samþ. frv., og veit, undir öllum kringumstæðum, að enginn þarf að bera kvíðboga fyrir, að stjórnin fari gönuhlaup í málinu.