26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í C-deild Alþingistíðinda. (943)

53. mál, fótboltaferð um Austfirði

Þorleifur Jónsson:

Eins og háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) tók fram, er hann ræddi um till., þá eru líkindi til þess, að lítið verði um samgöngur á allstóru svæði þar eystra.

Ætlast var til þess í fyrra, að skip Þorsteins Jónssonar gengi um þetta svæði, og auk þess „Suðurland“. En þetta hefir hvorttveggja brugðist, og eins og menn vita, hefir „Sterling“ engan viðkomustað á svæðinu frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. „Suðurland“ er lítið skip, og get jeg því búist við, að það, þó að það gangi bæti ekki úr þeirri miklu þörf, er þarna er. Jeg álít því ekki fjarri, að þingið skerist hjer í leikinn. Jeg hafði úr mínu hjeraði beiðni um styrk frá þinginu til að annast flutning innan míns hjeraðs. Þá beiðni sendi jeg samgöngumálanefndinni, en fjekk enga áheyrn. Í sambandi við það vil jeg mæla með því, að hlaupið verði undir bagga með Austfjarðabátnum, einkum ef hann hefði viðkomustaði á Papós og í Hvalneskrók. Líka er það hin mesta nauðsyn að fá bátinn til að fara til Ingólfshöfða í Öræfum stöku sinnum.

Nóg að gera. — Hefir sýnt sig með „Regin“.