26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í C-deild Alþingistíðinda. (945)

53. mál, fótboltaferð um Austfirði

Þórarinn Jónsson:

Örstutt athugasemd út af orðum hv. 1. þm. N.-M. (Þorst. J.) viðvíkjandi Sterlingsferðum. Í fyrsta lagi vil jeg geta þess, að undanfarið hefir það ekki verið venja, að styrkur væri veittur út í bláinn — heldur væri hann veittur þegar bátur væri fenginn. Ef nú fæst bátur til að gegna Austurlandsferðum, þá getur hann bætt svo úr þörfinni, að draga mætti úr viðkomustöðum Sterlings. Það er víða, sem Sterling kemur ekki, og jafnvel þar sem enginn flóabátur gengur. Jeg get því ekki verið samþykkur till., nema á þeim grundvelli, að ef bátur fengist, þá yrði fækkað ferðum og viðkomustöðum Sterlings þar eystra að sama skapi. Strax er jeg kom hingað suður, talaði jeg við 2. skrifstofu um það, að fjölga viðkomustöðum Sterlings á Húnaflóa, og það hygg jeg að gert verði, ef öll sanngirni fær að ráða, ef flóabátsstyrkur er veittur öðrum hjeruðum. Vil jeg því láta fela stjórninni að leiða þetta til lykta á sem hagkvæmastan hátt.