13.02.1920
Efri deild: 3. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í C-deild Alþingistíðinda. (998)

11. mál, sérleyfi til hagnýtingar á orkuvötnum og raforku

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg viðurkenni fyllilega, að allsherjarnefnd hefir venjulega alt of mikið að starfa. Í mínum augum eru því orð hv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.) fullgild afsökun, að því er það snertir. En í nál. kom þó meira fram það, að ganga þyrfti betur frá frv. en gert var, sjerstaklega orðfærinu. Ef til vill stafar þetta sjerstaklega frá þeim hv. þm., sem í fyrra var falin sjerstök athugun frv.

Annars vona jeg, að á þessu þingi verði nefndin ekki svo störfum hlaðin, að hún fái ekki annað þessum frv.