11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1009 í B-deild Alþingistíðinda. (1103)

3. mál, fasteignaskattur

Jón Þorláksson:

Jeg vil leyfa mjer að kalla það fádæmi, ef á að byggja skattlagninguna á því, að fasteignamatið, sem verið er að framkvæma, sje rangt. Til þess að ná rjettlætinu á að fá nýtt ranglæti, til þess að vega á móti hinu. Jeg held, að það gæti þá komið til mála að setja bráðabirgðaákvæði fyrir þau 10 ár, sem matið á að standa. Jeg skil ekki í því, að hæstv. stjórn skuli vilja taka við þeim ummælum mótmælalaust, að starf yfirmatsnefndarinnar verði rangt, þegar það kemur frá henni.