19.05.1921
Efri deild: 73. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1411 í B-deild Alþingistíðinda. (1325)

41. mál, fjárlög 1922

Sigurður Jónsson:

Jeg heyrði ekki vel hvað hæstv. fjrh. (M. G.) sagði um nefndarálitið. En mjer skildist svo, að umboðsmaður enska bankans teldi þetta leyfi ófullnægjandi. Og hann tók eigi heldur fram, svo jeg heyrði, hvaða afstöðu stjórnin hefði til. þessa leyfis. En ef hann tekur nú aftur til máls, væri gott, ef hann tæki skýrt fram, hvort stjórnin ætlaði að taka tillit til nefndarálitsins, eins og hægt væri. Ef fjárlögin eiga ekki að fara í Sþ., þá liggur ekki annað fyrir en samþykkja þau, eins og þau nú liggja fyrir, eða taka þau út af dagskrá.