19.05.1921
Efri deild: 73. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1502 í B-deild Alþingistíðinda. (1389)

7. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg vil aðeins benda á, að ef slíkt er meiningin með brtt., þá er ekki hægt að samþykkja hana. því að þá eru engin lög, sem gilda, því að þau lög, sem nú gilda, falla úr gildi 31. des. þessa árs. (H. St.: Þá má framlengja gömlu lögin). Þegar lögin falla úr gildi verður þing ekki saman komið. en nú er enginn tími til slíks.