12.05.1921
Neðri deild: 68. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1552 í B-deild Alþingistíðinda. (1451)

45. mál, Sogsfossarnir

1451Magnús Kristjánsson:

Aðeins örfá orð. Mjer þótti það betur, að háttv. frsm. meiri hl. (J. Þ.) hefir getað fallist á mínar skoðanir, að best væri að hugsa til samstarfs, ef þetta mál á að komast í framkvæmd áður langt líður. Furðar mig og ekki, þótt hann hafi fallist á þetta, því það er án efa skynsamlegasta lausnin, ef nokkuð á að verða úr framkvæmdum bráðlega.

Hinu vil jeg algerlega mótmæla, að niðurstaða ræðu minnar hafi ekki verið í fullu samræmi við forsendurnar. Jeg hjelt því nefnilega fram, að þrátt fyrir það, þótt hvorki þetta frumvarp nje þál. yrði samþ., þá hefði stjórnin samt heimild til þess að láta gera rannsóknina. (J. P.: Að sumu leyti aðeins). Jeg neita því algerlega, að þetta hafi verið rjett hjá háttv. 3. þm. Reykv.