13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1606 í B-deild Alþingistíðinda. (1506)

1. mál, hlutafélög

Jón Þorláksson:

Mjer fanst hv.frsm. (E. Þ.) misskilja orðið „samþykt“. Samkvæmt málvenjunni í því frv., sem hjer ræðir um, þýðir orðið „samþykt“ fjelagslög hinna einstöku fjelaga, sem þau ákveða sjálf um hvernig vera skuli. Annars kom hv. frsm. (E. Þ.) sjálfur með ágætt dæmi um það, hvað frv. er ósanngjarnt. Hluthafi, sem á 4/5 hluta í fjelaginu, má ekki fara nema með 1/5 hluta atkvæða, en hinir sem eiga aðeins 1/5 í hlutafjenu, hafa 4/5 hluta umráðarjettarins. Er auðsætt, hversu ósanngjarnt það er, að þeir, sem eiga meiri hluta hlutafjárins, skuli fara með mikinn minni hluta umráðarjettarins.

Vona jeg að deildin sýni það frjálslyndi, að hún treysti stofnendum hlutafjelaga til þess að taka sanngjörn ákvæði um þetta í samþyktir sínar, en bindi þau ekki með lögum.