01.04.1921
Efri deild: 32. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1641 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

76. mál, bæjarstjórn á Akureyri

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Eins og tekið er fram í nál. á þskj. 196, hefir fjhn. fallist á ástæðurnar fyrir því, að nauðsynlegt sje að hækka þetta fasta gjald til bæjarsjóðs Akureyrar. Telur nefndin það og kost, að gjaldið er færanlegt, eftir því, sem á stendur, svo að það þarf ekki altaf að vera jafnhátt, en getur verið mismunandi, eftir því, sem þarfir bæjarsjóðs eru í hvert skifti.

Nefndinni þótti hlýða að láta í ljós það álit sitt, að rjett væri áð ákveða með lögum fasta tekjustofna handa sveitar-, bæjar- og sýslusjóðum, og telur nefndin æskilegt, að stjórnin leggi frv. um þetta efni fyrir næsta Alþingi. Mætti þá koma samræmi í löggjöfina um þetta, en það samræmi vantar nú, og það jafnvel svo, að í kaupstöðunum, sem þó hafa allir lögákveðið gjald til bæjarsjóða, gilda mismunandi ákvæði. Þetta er óviðkunnanlegt, og sjálfsagt að laga það. Að svo mæltu leyfi jeg mjer að leggja til, að háttv. deild samþykki frv. óbreytt.