01.04.1921
Efri deild: 32. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1645 í B-deild Alþingistíðinda. (1591)

76. mál, bæjarstjórn á Akureyri

Guðjón Guðlaugsson:

Jeg verð að játa það, að jeg hefi ekki athugað frv. það, sem hjer liggur fyrir, svo vel sem skyldi. Mjer finst ýmislegt mæla með því, að málið verði nú aðeins afgreitt með rökstuddri dagskrá, sem liggur hjer fyrir. Í mínum augum eru það engin meðmæli með frv., sem háttv. frsm. (G. Ó.) taldi því til gildis, að lóðir hafa hækkað nokkuð, og því von um meiri tekjur af því handa bæjarsjóðnum en áður hefði orðið. Mjer finst einmitt athugavert að samþ. þetta frv. nú, af því að fyrir þinginu liggur frv. um fasteignaskatt, sem gerir ráð fyrir 21/2 –3 gjaldi af lóðum þeim, er hjer ræðir um, til ríkissjóðs. Og þar sem við vitum, að verð lóða er yfirleitt mjög hátt nú eftir síðasta mati, og allar líkur til, að töluverð breyting verði á því að l0 árunum liðnum, þá virðist mjer rjettara, að hlutaðeigendur fengju tíma til að athuga, hvort skattur sá, er hjer um ræðir, myndi ekki fullhár, þegar væntanlegur fasteignaskattur til ríkissjóðs bætist við.

Að þessu athuguðu mun jeg greiða dagskránni atkv.