04.05.1921
Neðri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1969 í B-deild Alþingistíðinda. (2132)

112. mál, fiskimat

Jón Auðunn Jónsson:

Það er misskilningur hjá háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.), að brtt. hans sje sama efnis og frv.gr. Jeg held, að orðin .,sem ætlaður er til verkunar innanlands“ taki af allan efa um það, að það sje aðeins sá fiskur, sem verkaður er í landinu. Jeg tek það fram, að jeg get ekki greitt atkvæði með brtt.