12.05.1921
Efri deild: 68. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1978 í B-deild Alþingistíðinda. (2164)

130. mál, veiting ríkisborgararéttar

Sigurjón Friðjónsson:

Jeg skal geta þess, að þess var óskað við 1. umr., að allsherjarnefnd athugaði mál þetta. Það hefir nefndin gert og komist að raun um, að frv. fylgja ekki fullkomin skilríki fyrir því, að maður sá, er hjer ræðir um, hafi mist ríkisborgararjett í Noregi. Nefndin ætlaði að leita upplýsinga hjá norska konsúlnum hjer um þetta, en hefir ekki gert það ennþá. Þótt nú svona standi á, tel jeg rjett, að málið fái að ganga til 3. umr. og nefndin athugi frekar um þetta þangað til.