20.05.1921
Neðri deild: 76. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2485 í B-deild Alþingistíðinda. (2643)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Gunnar Sigurðsson:

Jeg vildi sjerstaklega andmæla því hjá háttv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.), að stjórnin hlyti að verða máttlaus milliliður. Þarf hún alls eigi að vera það, sýni hún rögg af sjer. Held jeg, að vantraust háttv. þm. (Jak. M.) á núverandi stjórn eigi sinn þátt í þessari ætlun.

Jeg hygg, að það saki lítið, þó takmörkunarákvæðið um veiðina væri felt í burtu, því að útgerð mun nú verða með langminsta móti. Held jeg, að þrátt fyrir að frv. Ed. er hinn mesti óburður og ætti helst að sendast heim á sinn fæðingarhrepp, þá sje þó, eins og nú standa sakir, rjettast að samþykkja það, því að talsverð bót má að því verða, ef sæmilega er á haldið.