12.05.1921
Neðri deild: 68. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 238 í C-deild Alþingistíðinda. (2858)

113. mál, sýslumaðurinn í Skaftafellssýslu megi fela öðrum sérstök störf

Forsætisráðherra (J. M.):

Stjórnin getur vitanlega látið sjer í ljettu rúmi liggja, hvernig um frv. fer. En jeg held, að ekki sje rjett að samþ. svona dagskrá, eins og hv. þm. Barð. (H. K.) hefir borið fram. Jeg álít sem sje alls ekki, að beiðni sýslumannsins í Skaftafellssýslu um, að þetta frv. væri borið hjer fram, sje komið fram fyrir hann sjálfan persónulega. Og jeg er alveg óviss um, hvort honum þætti betra, að þessi dagskrá sje samþ., heldur en hvorttveggja, frv. og dagskráin, felt. Ef hann hefði aðeins verið að hugsa um sjúkleika sinn í augnablikinu, þá hefði hann snúið sjer beint til stjórnarinnar.