07.03.1921
Neðri deild: 16. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í B-deild Alþingistíðinda. (289)

27. mál, stofnun alþýðuskóla á Eiðum

Forsætisráðherra (J. M.):

Því er líkt farið með þetta frv. og frv. næst á undan, að það er komið frá hv. Ed. Það hefir að vísu tekið talsverðum breytingum þar, að því leyti, að 2. gr. hefir nokkuð verið breytt. Eftir núgildandi lögum er þar 1 skólastjóri og 1 kennari, en það hefir orðið að taka enn fastan aukakennara, sem hefir eins mikið að gera og hinn, og því ekki annars kostur en gjalda honum sömu laun, eða láta bann sæta sömu kjörum og hinn.

Jeg vænti þess, að hv. deild láti frv. ganga til 2. umr.