08.04.1921
Neðri deild: 38. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í C-deild Alþingistíðinda. (3184)

102. mál, bann á innflutningi á óþörfum varningi

Magnús Kristjánsson:

Jeg álít, að ekki taki því að hafa langar umr. um þetta, því frv. mun tæpast borið fram í fullri alvöru, og kemur því varla til mála að vísa því einu sinni til 2. umr. Um þetta mál var komið samkomulag milli þings og stjórnar. Síðan það varð hefir ekkert breyst til batnaðar um þau efni, sem voru þess valdandi, að lögin frá 8. mars voru látin standa, og því engin ástæða til þess nú að opna allar gáttir fyrir óþörfum innflutningi, þvert á móti. Jeg vænti þess, að hv. deild láti ekki gera gabb að sjer í þessu efni.