14.04.1921
Efri deild: 43. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (3373)

89. mál, rannsókn á höfninni í Súgandafirði

Frsm, (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Jeg hefi engu verulegu við að bæta það, sem tekið er fram í nefndarálitinu. Við höfum átt tal við verkfræðing þann, sem slík mál hefir til meðferðar, og telur hann þetta framkvæmanlegt á komandi sumri. Kostnaðurinn mun ekki verða mikill, ekki fara fram úr 2000 krónum. Nefndin leggur því til, að deildin samþykki till. Mjer þykir ekki ástæða til að fara fleiri orðum um mál þetta, þar eð þetta eru lítil fjárútlát, en nauðsynjamál.