03.05.1921
Neðri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í D-deild Alþingistíðinda. (3402)

107. mál, heimavistir við hinn lærða skóla í Reykjavík

Þorsteinn Jónsson:

Eins og jeg tók fram, þá býst jeg ekki við, að mikið verði gert þar til næsta þing kemur saman, þótt þessi tillaga til þingsályktunar verði samþykt, og finst mjer þá enginn skaði skeður þótt brtt. mín fljóti með, enda er stjórnin ekki skyld að framkvæma alt það, sem skorað er á hana að gera með þingsályktunum, svo framarlega sem henni finst það ekki ráðlegt, og getur hún því látið heimavistaráætlun kennaraskólans bíða, jafnvel þó að hún láti gera áætlun um heimavistir mentaskólans.