06.05.1921
Neðri deild: 63. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í D-deild Alþingistíðinda. (3609)

131. mál, skorun á stjórnina að leita umsagnar Alþingis um það hvort hún njóti trausts þess

Forsætisráðherra (J. M.):

Út af síðustu orðum hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) mundi jeg það, sem jeg gleymdi að taka fram áðan, að það er að sumu leyti alveg satt, að þau mál, sem þingið hefir gefið tilefni til, hafa sum gengið treglega, en mál stjórnarinnar sjálfrar hafa gengið vel til þessa. En hvort þetta sannar það, sem hv. þm. (Jak. M.) ætlast til, það getur hann átt um við sjálfan sig.