24.02.1921
Neðri deild: 8. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í D-deild Alþingistíðinda. (3663)

48. mál, sambandslögin

3663Flm. (Bjarni Jónsson):

Jeg hefi ekkert á móti því, að málið fari í nefnd. Hv. deildarmenn varðar eins mikið um heiður og sjálfstæði landsins sem mig. Jeg þykist hafa gert skyldu mína, er jeg bar málið fram; nú eiga þeir að gera skyldu sína og taka málinu sem vera ber. Og ef þeir þurfa nefnd til þess að átta sig á, hvað sje skylda þeirra í þessu máli, þá er betra að það verði með þeim hætti heldur en þeir verði fáfróðir um hana framvegis.