17.03.1921
Neðri deild: 25. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 572 í D-deild Alþingistíðinda. (3774)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

forseti (B. Sv.):

Hv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) gerði þá kröfu, að rökstuddu dagskránni frá hv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.) væri vísað frá atkvæðagreiðslu, sakir þess, að hún væri óþingleg. Jeg sje ekki, að jeg geti orðið við þeirri kröfu. 42. gr. þingskapanna segir svo um rökstudda dagskrá: „Meðan á umræðum stendur má gera tillögu, er bygð sje á ástæðum, um að taka skuli fyrir næsta mál á dagskránni, og skal þá afhenda forseta tillögu um það skrifaða“. Nú hefir sú oft verið venjan, að tillagan hefir lítt verið rökstudd í dagskránni sjálfri, heldur hafa ástæðurnar verið færðar fram í ræðu.

Í þingsköpunum er ekkert því til fyrirstöðu, að þm. geti borið fram till., þótt hann greiði henni ekki sjálfur atkvæði. Oft hefir það borið við, þá er tillaga eða frumvarp er tekið aftur, að aðrir hafa tekið það upp (sbr. skýlausa heimild í 40. gr. þingskapanna), til þess eins að láta það koma undir atkv. og falla.

Jeg sje mjer því eigi fært að hnekkja frá atkvæðagreiðslu dagskrártill. hv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.), hvorki af þeirri ástæðu, að hún sje óþingleg, nje þeirri, að hún sje ekki rökstudd. Þessi dagskrártill. kemur því fyrst til atkvæða.

Nafnakalls óskuðu um allar atkvæðagreiðslur í málinu þessir þm.:

M. P., M. J., Sv. Ó., Gunn. S., B. J. og P. O.

Var síðan til atkvæða gengið um dagskrártill. 1. þm. Rang. (Gunn. S.), og fór á þessa leið:

Gunn. S.: nei.

H. K.: nei.

Jak. M.: nei.

J. A. J. greiddi ekki atkv. og færði til þau rök, að hann teldi dagskrána óþinglega, en forseti kvaðst eigi meta rök þessi gild og taldi varða þingvíti. Þá krafðist J. A. J. þess, að þeim úrskurði væri skotið undir atkvæði deildarinnar, hvort rök sín skyldi gild meta. Var það gert, að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: B. H., E. Þ., J. A. J., J. S., J. P., M. G., M. K., M. P., Ó. P., P. J., P. Þ., S. St., St. St., Sv. Ó., Þorl. J., Þór. J., alls 16.

nei: E. E., Gunn. S., H. K., Jak. M., J. B., M. J., P. Þ., Þorl. G., Þorst. J., B. J., alls 10.

Forseti greiddi ekki atkvæði.

Var nú haldið áfram nafnakalli um dagskrártill. 1. þm. Rang. (Gunn. S.):

J. B.: nei.

J. S. greiddi ekki atkv. og færði til sömu rök og J. A. J. Forseti úrskurðaði þau rök eigi gild, en þm. (J. S.) krafðist þess, að þeim úrskurði væri skotið undir atkvæði deildarinnar. Þá kvöddu nokkrir þingmenn sjer hljóðs til þess að gera athugasemdir um gæslu þingskapa.