09.04.1921
Neðri deild: 39. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í B-deild Alþingistíðinda. (419)

35. mál, lífeyrissjóður barnakennara

Fjármálaráðherra (M. G.):

Það var út af orðum háttv. 1. þm. N.-M. (Þorst. J.), að jeg tek til máls. Hann sagði, að stjórnin áliti barnakennarana ekki starfsmenn ríkisins. (Þorst. J.: Það var háttv. þm. Borgf. P. 0.). Jæja, en háttv. þm. (Þorst. J.) tók það upp. Jeg man ekki hvernig þetta er orðað í aths. við þetta frv., en fyrir mjer vakti, að laun þeirra koma ekki að öllu leyti úr ríkissjóði.

Jeg er því alveg mótfallinn, að ekkjum og börnum kennara verði lögákveðin eftirlaun, því að launafúlgan til þeirra er þegar orðin mjög tilfinnanlega há, og má þar engu við bæta, ef hófs skal gætt. Mín tilætlun með frv. var einungis sú, að gera ekkjutrygginguna innlenda, til að spara saman fje, en alls ekki að breyta Öðru, og allra síst að auka gjöld ríkissjóðs, sem sannarlega voru nóg fyrir.

Háttv. þm. (Þorst. J.) skildi ekki, að kennarar fá að eins 25‰ af því fje, er þeir greiða í lífeyrissjóðinn, en embættismenn 27‰. Þetta er uppástunga kennara sjálfra. Ástæðan til þess er sú, að ýmsir eldri kennarar eiga að njóta styrks úr þessum sjóði, en kennarar voru óvissir um, hver áhrif það hefði á sjóðinn, og óskuðu því 25‰. Það er engin ástæða fyrir stjórnina til að amast við 27‰, ef sjóðurinn þolir það. Mjer finst rjett, að hv. þm. (Þorst. J.) geymi till. sína til 3. umr., en taki hana ekki aftur, því að jeg ann honum þeirrar sanngirni, að sjá fyrst hvernig fer um frv. um lífeyrissjóð embættismanna.