27.04.1921
Efri deild: 53. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í B-deild Alþingistíðinda. (443)

4. mál, lestagjald af skipum

Sigurður Eggerz:

Jeg ætla ekki að deila lengi um þetta atriði við hæstv. fjármálaráðherra. (M. G.). Að eins vil jeg með tilvísun til þess, sem jeg hefir áður tekið fram, benda á, að með einni breytingartillögu við fjárlögin við síðustu umr. í Ed. mætti breyta skattalöggjöfinni, ef þetta ákvæði kæmist inn í hana, ef fjárlögin yrðu svo samþ. við eina umr. í Nd. En hvar er tryggingin fyrir borgarana, ef þessi flughraði yrði innleiddur?