06.04.1922
Efri deild: 38. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í B-deild Alþingistíðinda. (1038)

82. mál, útflutningsgjald af síld o. fl.

Guðmundur Ólafsson:

Jeg veit eigi betur en í 19. gr. þingskapanna sje kveðið svo á, að þingmenn megi eigi bera fram frumvörp eftir að mánuður er liðinn frá þingbyrjun, nema með leyfi þingdeildarinnar. Mjer þætti því gott að fá upplýsingar um það, hvort aldrei gæti komið til mála, að ákvæði þetta kæmi til framkvæmda, því að það er óviðkunnanlegt að það standi þar, ef víst er að það getur aldrei komið að notum.