30.03.1922
Neðri deild: 36. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í C-deild Alþingistíðinda. (1434)

44. mál, afnám kennarastóls í klassískum fræðum

Jakob Möller:

Af því að hv. þm. N.- Ísf. (S. St.) taldi hugarburð ástæður þær, sem jeg kvað hafa orsakað snúning hans í þessu máli, skal jeg lýsa yfir því, að þær eru enginn hugarburður, heldur full vissa.

Málið er þannig til komið, að nokkrir menn í Stúdentafjelaginu fengu hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) til að flytja það, og höfðu þá í huga ákveðinn mann í stöðuna og þarf jeg ekki að nefna, hver sá maður var.

Hv. sami þm. (S. St.) talaði um, að þingið ætti að taka tillit til radda frá þjóðinni um að spara. Í því sambandi vil jeg benda á, að hv. meiri hl. nefndarinnar grípur einmitt til þess ráðsins, sem þjóðin hefir varað þingið við, en það eru eftirlaunin. Með þessari till. er einmitt verið að ganga inn á þá braut, sem þjóðin hefir bannfært.