03.03.1922
Neðri deild: 13. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (1676)

42. mál, landhelgisgæsla

Jón Þorláksson:

Jeg ætla aðeins að leyfa mjer að koma með fyrirspurn til hv. nefndar út af niðurlagi till.

Það kom mjer dálítið undarlega fyrir sjónir, að tekin skyldi upp í greinina heimild til að bjóða fjárframlag úr ríkissjóði, því að jeg veit ekki til, að farið hafi verið fram á fjárframlag frá okkur af Dana hálfu fyrir það að hafa skipin tvö. En sje svo, að skipið sje ófáanlegt án fjárframlags frá okkur, vil jeg spyrja hv. nefnd, hvort hún hafi tekið til yfirvegunar, hvort eigi megi eins vel taka fjeð úr landhelgissjóðnum.