10.04.1922
Efri deild: 41. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 360 í B-deild Alþingistíðinda. (215)

1. mál, fjárlög 1923

Frsm. (Halldór Steinsson):

Jeg er ekki sammála háttv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) um styrkinn til augnlæknis. Jeg held, að í þessum 2400 kr. hafi ekki átt að felast styrkur til ferðalaga, heldur hafi það aðeins átt að vera styrkur til kenslu við háskólann, svo sem til hinna sjerfræðinganna. Það er nú kunnugt, að þetta ferðalag augnlæknis kringum landið hefir tekið annarsvegar mjög stuttan tíma og læknirinn haft góðar aukatekjur. Er því 500 kr. styrkurinn til þessarar ferðar alls ekki svo lítill. Fólk þyrpist til hans á hverri höfn svo tugum og hundruðum skiftir. Sjá því allir, að tekjurnar eru ekki neitt afarlitlar. Borgunin úr ríkissjóði verður altaf aukaatriði hjá aukatekjunum. Þar sem nú eru tveir augnlæknar, er jeg alls ekki hræddur um, að annarhvor fáist ekki til að fara hringferðina fyrir 500 kr. styrk úr ríkissjóði.