15.03.1922
Neðri deild: 23. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í B-deild Alþingistíðinda. (458)

37. mál, dýraverndun

Jón Þorláksson:

Háttv. 1. þm. Skagf. (M. G.) sagði, að sýslunefnd Skagfirðinga hefði best vit á, hvernig ætti að veiða fugl á mannúðlegan hátt í Drangey, en jeg held að landsstjórnin standi betur að vígi um þetta, því að hún á hægra með að afla sjer upplýsinga um veiðiaðferðir annarsstaðar.

Þessi veiðiaðferð hefir verið notuð á einum eða tveimur öðrum stöðum, en verið hætt við hana aftur. Finst mjer ekki úr vegi, að hæstv. stjórn rannsakaði, hvort þær veiðiaðferðir, sem annarsstaðar hafa verið teknar upp í stað þessarar, geti ekki komið til greina við Drangey.