22.04.1922
Efri deild: 48. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 521 í B-deild Alþingistíðinda. (497)

63. mál, hafnarlög fyrir Ísafjörð

Frsm. (Karl Einarsson):

Jeg tel óþarft að ræða þetta mál nú, þar sem þingdeildin hefir áður haft það til meðferðar og gefið því samþykki sitt til 2. umr.

Sjútvn. hefir haft frv. til meðferðar og mælir með því. Þó hefir einn nefndarmaður áskilið sjer óbundið atkvæði um þetta mál. Till. hans er, að fyrsta greinin verði feld burtu. — Nefndin telur, að lögin hafi fult gildi fyrir því, þó fyrstu greininni væri kipt burtu. Um frv. sjálft er það að segja, að það er í samræmi við hafnarlög annara bæja, svo sem Reykjavíkur, Vestmannaeyja og Akureyrar. Nefndin telur að nauðsyn sje að koma hafnarlögunum í samfelt horf. Bæjunum er nauðsynlegt að hafa þessi lög, svo að þeir geti tekið hæfileg hafnargjöld.