08.04.1922
Efri deild: 40. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 581 í B-deild Alþingistíðinda. (589)

15. mál, útflutningsgjald

Sigurður Hjörleifsson Kvaran:

Mjer þykir dálítið einkennilega við horfa, að borið sje á mig, að jeg sje hjer að fara með rangt mál. Vil jeg því, til að sanna mál mitt, láta þessa skýrslu frá stjórninni, með fyrirsögninni „Útflutningsgjald 1921“, ganga um meðal deildarmanna. Geta þá allir sjeð, hvað jeg fer rangt með viðvíkjandi gjaldinu frá Vestmannaeyjum. Stendur þar, að það sje ekki reiknað með, vegna þess að þaðan sjeu ekki komnir reikningar.