26.03.1923
Neðri deild: 29. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1253 í B-deild Alþingistíðinda. (1056)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Jón Baldvinsson:

Það eru aðeins örfá orð viðvíkjandi kosningu þeirra manna, sem ekki eru á heimilum sínum, þegar kosning fer fram. Lögin hafa verið skilin svo hjer í Reykjavík, að þeir mættu, t. d. áður en þeir legðu út á sjó, fara til bæjarfógeta og kjósa þar, en því aðeins, að þeir sjálfir gætu skrifað. En t. d. veikir menn og blindir geta þetta ekki. Mjer finst því vert að athuga, á hvern hátt því verði best fyrir komið, að fólk, sem svo er ástatt um, geti notið kosningarrjettar síns, og hvort ekki væri rjett að setja ákvæði í lögin um það, að þeim væri heimilt að láta annan kjósa fyrir sig. Má vel vera, að án slíks ákvæðis komi sú rjettarbót, sem ætlast er til, að fáist með þessum breytingum á kosningalögunum. Vil jeg leyfa mjer að skjóta þessu til nefndarinnar.