05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1257 í B-deild Alþingistíðinda. (1066)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg get auðvitað ekki sagt neitt um þessa brtt. fyrir hönd nefndarinnar. En við lauslega yfirferð sje jeg ekki betur en hún sje í samræmi við kosningalögin, þar sem þau gera ráð fyrir aðstoð við kosningu á kjörstað, og sje jeg ekki ástæðu til að vera móti henni. Sjeu einhverjir formgallar á henni, þá býst jeg við, að Ed.-nefndin bæti úr þeim.